Verkefni 1 - Bæta hlut á mynd

Í verkefni 1 í Photoshop vinnið þið með a.m.k. þrjár myndir.

  1. "Maskið" (klippið) hlut úr einni mynd og staðsetjið á aðra.

  2. Klippið hlut úr "grunnmyndinni" (eins og t.d. himininn í myndbandinu "Flóknari möskun")

  3. Skiptið hlutnum sem þið klipptuð úr grunnmyndinni út fyrir eitthvað svipað úr þriðju myndinni.

Það sem kennari skoðar sérstaklega þegar farið er yfir verkefni:​

  1. Hversu vel er "maskað".

  2. Hversu vel litablöndun á verkefninu heppnaðist.

  3. Hversu hátt erfiðleikastig á verkefninu er.

Myndbönd frá kennara

Leitarorð fyrir youtube:

  • Layer mask

  • Masking in Photoshop

  • Select and Mask Photoshop